Credi In Angeli

Ісландська

Trúir þú á engla

Það er garður við götuna þar sem ég bý
með gömlu fólki í stað blóma.
Þar finnurðu höfuð full af minningum
og augu sem einmana ljóma.
Vegna löngu liðinna kossa
löngu liðinna ára
þessi gömlu hjörtu þjást.
Hún lifir eins lengi og þau lifa
þessi gamla ást.

Trúir þú á engla sem villast í stórborg
og vafra einmana um götur og torg.
Trúir þú á engla sem komu til að gefa
gömlu fólki frið og ótta þess að sefa
en villtust af leið
en villtust af leið.

Það er bar í hverfinu þar sem ég bý
fullur af sektarkennd kvenna.
Þar finnurðu ótta og angist í glösum
af innbyrgðri reiði þær brenna.
Vegna löngu liðinna högga
löngu liðinna tára
þessar köldu konur þjást.
Hún lifir eins lengi og þær lifa
lygin um sanna ást.

Trúir þú á engla sem villast í stórborg
og vafra einmana um götur og torg.
Trúir þú á engla sem komu til að gefa
brotnum konum frið og ótta þeirra að sefa
en villtust af leið
en villtust af leið.

Розміщено johannesbjarki, Ндл, 07/08/2011 - 23:17
See video
 Вирівняти
Італійська

Credi In Angeli

C'è un giardino viccino alla strada in cui abito
con vecchi invece dei fiori
Ci si trova teste piene di ricordi
ed occhi che brillano abbandonati
A cause di baci passati da un pezzo
anni passati da un pezzo
Quei vecchi cuori soffrono
Vive fino a quando vivono loro
Questo amore anziano

Credi in angeli che si perdono nei città
ed errano soli tra strade e piazze
Credi in angeli che sono venuto per regalare
pace ai vecchi e per calmare la loro paura
ma hanno sbagliato strada
ma hanno sbagliato strada

C'è un bar nel quartiere in cui abito
pieno della colpa delle donne
Ci si trova paura ed ansia in bicchieri
di rabbia interna prendono fuoco
A causo di picchiate passate da un pezzo
lacrime andate da un pezzo
quelle donne fredde soffrono
Vivrà fina a quando vivono loro
la bugia del amore vero

Credi in angeli che si perdono nei città
ed errano soli tra strade e piazze
Credi in angeli che sono venuto per regalare
pace alle donne rotte e per calmare la loro paura
ma hanno sbagliato strada
ma hanno sbagliato strada

Розміщено johannesbjarki, Сбт, 13/08/2011 - 21:19
Ще переклади "Trúir þú á engla"
Ісландська → Італійська - johannesbjarki
Коментарі