Il pescatore (Icelandic translation)

  • Artist: Fabrizio De André
  • Song: Il pescatore 9 translations
  • Translations: English #1, #2, Finnish, French, German, Icelandic, Portuguese, Spanish, Tongan

Fiskimaðurinn

Í skugga síðustu sólargeislanna
hafði fiskimaður dottað
og hann var með línu eftir andlitinu
eins og nokkurskonar bros.
 
Það kom morðingi á ströndina,
tvö stór barnaaugu,
tvö risastór hrædd augu,
voru speglar ævintýris.
 
lala lalalala lala la
 
Og hann bað þann gamla „gef mér brauð
ég hef lítinn tíma og er of svangur“
og hann bað þann gamla „gef mér vín
ég er þyrstur og ég er morðingi.“
 
Sá gamli pírði augun mót deginum
hann horfði ekki einu sinni í kringum sig
heldur hellti víninu og braut brauðið
fyrir þann sem sagðist svangur og þyrstur.
 
lala lalalala lala la
 
Og hitinn varði aðeins stundarkorn
svo fór hann aftur í burtu mót vindinum
svo fór hann aftur í átt að sólu
með fiskimann á bak við sig.
 
Með fiskimanninn á brott
er minningin nú þegar sár
hún er söknuður apríls
sem var eytt í leiki í bakgarði.
 
lala lalalala lala la
 
Þá komu tveir eftirlitsmenn á söðli
þeir komu á söðli með byssur
þeir spurðu þann gamla hvort þarna nálægt
hefði morðingi farið hjá.
 
Í skugga síðustu sólargeislanna
hafði fiskimaður dottað
og hann var með línu eftir andlitinu
eins og nokkurskonar bros.
og hann var með línu eftir andlitinu
eins og nokkurskonar bros.
 
lala lalalala lala la
 
Submitted by johannesbjarkijohannesbjarki on Sun, 25/03/2012 - 23:46
ItalianItalian

Il pescatore

Comments
Andrea CorletoAndrea Corleto    Thu, 08/06/2017 - 19:57

Svo gaman að þú þýddi þetta yfir á íslensku!