Modena City Ramblers - La Strada (Icelandic translation)

Icelandic translation

Vegurinn

Af öllum þeim skáldum og vitfirringum
sem við hittum á götunni
Man ég andlit eða nafn,
tár og hlátur
Við drukkum á Galway,
vorum fram eftir á krám Lissabonar,
enduruppgötvað sögur Ítalíu
á athugasemdum einhvers lags.
 
Við fórum um saman
og hlustuðum á raddir brjálæðinganna,
hittum hið skrýtnasta fólk
og hleyptum inn fleiri ferðafélögum.
Einhverjir urðu eftir,
einhverjir fóru og létu ekki í sér heyra meir.
Einn daginn ákvaðst þú líka,
knús og svo varstu farinn.
 
Góða ferð elskaði bróðir
og góða göngu hvert sem þú ferð.
Einn daginn gætum við kannski hist
aftur fram eftir veginum.
 
Af öllum þeim löndum og torgum
þar sem við stöðvuðum sendiferðabílinn.
Töpuðum við einni mínútu við að hlusta
á fótgönguliða eða einhverja fyllibyttu.
Furðulegu sögur gamlingjanna á kránni
og barnanna með teeftirréttinn sinn.
Þær voru lífsfræðsla
sem ég lærði og geymi enn.
 
Góða ferð elskaði bróðir
og góða göngu hvert sem þú ferð.
Einn daginn gætum við kannski hist
aftur fram eftir veginum.
 
Ég græt ekki yfir liðnum tímum
og þátíðinni og hinum hefðbundnu sögum,
því það er heimskulegt að vera með vesen
yfir minningu eða einhverju lagi.
Ekki snúa þér, ég bið þig.
Enginn grátur yfir því sem er liðið,
að alltaf muni stjörnurnar leiði þig
og vegurinn fleyta þér langt.
 
Góða ferð elskaði bróðir
og góða göngu hvert sem þú ferð.
Einn daginn gætum við kannski hist
aftur fram eftir veginum.
 
Submitted by johannesbjarki on Sat, 13/08/2011 - 20:22
Italian

La Strada

More translations of "La Strada"
Modena City Ramblers: Top 3
See also
Comments