Advertisements

Unknown Artist (Icelandic) - Íslandsljóð

Icelandic
A A

Íslandsljóð

Þú fólk með eymd í arf!
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda.
Lítil þjóð, sem geldur stórra synda,
reistu í verki viljans merki -
vilji er allt, sem þarf.
Trúðu á sjálfs þín hönd, en undur eigi!
Upp með plóginn, hér er þúfa í vegi!
Bókadraumnum,
böguglaumnum,
breyt í vöku og starf.
 
Þú, sonur kappakyns,
lít ei svo með löngun yfir sæinn,
lút ei svo við gamla, fallna bæinn,
byggðu nýjann, bjartan, hlýjan,
brjóttu tóftir hins.
Líttu út og lát þér segjast, góður,
líttu út, en gleym ei þinni móður.
Níð ei landið,
brjót ei bandið,
boðorð hjarta þíns.
 
Sjá, yfir lög og láð,
autt og vanrækt horfir himinsólin.
Hér er víst, þótt löng sé nótt um jólin,
fleira að vinna en vefa og spinna,
vel ef að er gáð.
Sofið er til fárs og fremstu nauða,
flý þó ei! Þú svafst þig ei til dauða.
Þeim, sem vilja
vakna og skilja,
vaxa þúsund ráð.
 
Thanks!
Submitted by 马列托主义者马列托主义者 on Mon, 18/01/2021 - 06:01

 

Translations of "Íslandsljóð"
Unknown Artist (Icelandic): Top 3
Comments
Read about music throughout history